Steinsteypan sérhæfir sig í framleiðslu og afhendingu á steypu til mannvirkjagerðar fyrir verktaka og einstaklinga.

image description
image description

Steypa frá Steinsteypunni

Steinsteypan framleiðir steypu í samræmi við kröfur ÍST EN 206 og Íslensku byggingarreglugerðarinnar. Framleiðslustýringarkerfi okkar er vottað af EFLU verkfræðistofu ásamt því að allt hráefni kemur frá vottuðum birgjum til að tryggja samfelld gæði.

Steinsteypan rekur rannsóknarstofu sem sinnir gæðaeftirliti og þróun í samræmi við kröfur ÍST EN206.
Þar eru sýni tekin með reglulegu millibili og skráð í gagnagrunn. Prófanir eru gerðar á þrýstistyrk, fjaðurstuðli og loftblendi ásamt frostþýðu- og veðrunarprófum. EFLA fer með reglubundnar skoðanir og vottun á rannsóknarstofu Steinsteypunnar.

Við framleiðum steypu

Með nýjum tækjaflota og aukinni framleiðslugetu erum við betur í stakk búnir að gera það sem við erum bestir í. Hafðu samband í síma 519 5191 eða smelltu hér fyrir meiri upplýsingar um okkar þjónustu.